
Kröfur um endurvinnslu eru sífelt að þróast, þessvegna viljum við byggja hús sem að geta þróast með þeim. Molok Domino gerir nýbyggingum kleift að þróast með tímanum og vera undirbúnar fyrir kröfur framtíðarinnar.

Endingargóðir og hagkvæmir
Gámarnir eru endingargóðir enda úr HDPE endurunnu harðplasti og eru skemmdir sjaldséðar.
Klæðningin á steyptum brunninum er einnig úr sama efni og er auðvelt að skipta um ef eitthvað kemur fyrir.
Þar sem að gámarnir eru „semi-underground“ þarf aðeins að grafa þá 160cm niður í jörðu.
Endurvinnsla fyrir 20 heimili á aðeins 3 fermetrum
Aðlögunarhæfni Molok Domino virkar þannig að í hverjum brunn kemur þú fyrir allt að þremur 1600 lítra ruslagámum. Þannig getum við nýtt plássið betur og haft sorpið þétt setið í einum vasa.

Hafa samband
Endilega hafðu samband fyrir teikningar, tæknilegar upplýsingar og hvernig við getum leyst sorpmálin fyrir nýbygginguna þína.